Góða helgi!

Þetta segi ég undantekningarlítið í kveðjuskyni að áliðnum föstudegi og óska viðmælanda mínum þar með alls góðs um komandi helgi.

Líkt og þegar ég segi: Góða nótt, Góðan dag, Gott kvöld, Góða ferð, við viðeigandi tækifæri sem ég vandist á strax í barnæsku - og það eru þó nokkrir áratugir síðan.

Nú eru uppi fáeinar, en háværar raddir um að óskin um Góða helgi sé af hinu illa, því uppruna hennar megi rekja til USA.  Það má vel vera rétt þetta með upprunann en sumum er bara ekki sama hvaðan gott kemur.  Smile

Ég endurtek því kveðjuna í tilefni föstudagsins og óska öllum blogglesendum mínum Góðrar helgar!


Hvaða gagn gerir EES samningurinn?

Í morgun heyrði ég ávæning af umræðunni á Bylgjuna í bítið.  Hafi ég tekið rétt eftir voru Gylfi ASÍ og Tryggvi Þór að ræða þjóðfélagsmálin og þ.á.m.  útflutning íslensks hráefnis. 

Lokaorð umræðunnar átti Gylfi, þar sem hann sagði að íslendingar ættu engan aðgang að mörkuðum til þess að selja fullunnar sjávar- og landbúnaðarafurðir. 

Ef það er rétt að EES samningurinn dugi okkur aðeins til þess að selja hráefnið óunnið, hver er þá tilgangur hans?


Skjöldur samkvæmt fyrirmælum yfirboðara

... en kváðu fyrirmælin líka á um hvernig skjöldurinn skyldi snúa?

Það er nefnilega ágreiningur um hvern þarf að vernda gagnvart hverjum.

Táknrænt hefði skildinum verið snúið öfugt.


mbl.is Skjöldur milli þings og þjóðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband