Ber er hver að baki nema staðgengil sér eigi.

Mér hefði nú þótt meiri mannsbragur að, ef aðalleikarar Icesavedramans hefðu sjálfir lagt nöfn sín við gjörninginn.
mbl.is Kvittað fyrir Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einmitt Kolbrún. Ég hefði viljað sjá núverandi og tvo fyrrverandi formenn Sjálfstæðisflokksins kvitta fyrir þessu. Og réttast væri að sjálfstæðismenn almennt og yfirleytt borguðu Isseif Sjálfstæðisflokksson. Ekki sammála ;-)

Unnur Kr. (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 15:58

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Takk fyrir innlitið Unnur.  Ef við ætlumst til að allir þeir skrifi undir sem upphaflega gerðu Icesave kleift að komast á koppinn - þ.m.t. EES samningur kratanna -  þá fáum við einn doðrantinn enn  

Kolbrún Hilmars, 19.10.2009 kl. 16:31

3 identicon

Sæl á ný, ég er óþreytandi að benda á að Ísseifur og bankahrunið í heild sinni á rætur í Sjálfstæðisflokknum sem er einskonar hagsmunasamtök til að komast til valda og fá sitt úr úr þjóðfélaginu. Pólitíkin síðan Davíð tók við er frjálshyggja, útrásarvíkingarnir voru nær allir tengdir flokknum (tengdasynir, dætur, eiginmenn og fl. eru þekkt dæmi) og gagnrýnin umræða er ekki sterkasta hlið flokksins. Guðmundur Andri skrifaði í fyrra að það eina sem við íslendingar þurfum að gera við kreppunni er að hætta að kjósa og styðja Sjálfstæðisflokkinn - því er ég hjartanlega sammála. 

Sjálfstæðisflokkurinn á stóran þátt í EES eins og öllu sem hefur gerst hér á landi síðustu 18 ár - hverju svarar þú sjálfri þér um það hvers vegna fór sem fór miðað við völd, áhrif og stefnu Sjáflstæðisflokksins?

Unnur G. Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband