Þetta geta þeir

- spreðað í malar- og sandmokstur sem hafið hirðir jafnóðum. Minnir mig helst á sólarburð Bakkabræðra í húfunum sínum. Hvað með öll gróðurhúsin sem hægt væri að byggja á Suðurlandinu fyrir þennan "smápening"? Telst sú uppbygging ef til vill svo arðbær að einstaklingum sé ætlað að sjá um hana einir og óstuddir á meðan skattpeningum er kastað í vonlausar og óarðbærar framkvæmdir?
mbl.is Fyrsta hlassið í Bakkafjöru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju í andskotanum má ekki gera þessa höfn, ég bara spyr. Reyna að blanda einhverjum gróðurhúsum inn í umræðuna er algerlega út í hött. Það vantar nauðsynlega bættar samgöngur við Vestmannaeyjar og er þetta skref í þá átt ef þú hefur ekki vitað það. Nöldrari.

Þorbjörn Víglundsson (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 16:12

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þorbjörn, bloggsíðan mín heitir Nöldurhornið enda er ég nöldrari af lífi og sál. 

Í þessu tilviki var ég að ýja að því að það tækist aldrei að gera þessa höfn, og að skynsamlegra væri að beina fjármagninu í aðrar (og varanlegri ) áttir; í sama kjördæmi ef það skyldi skipta einhverju máli.

Kolbrún Hilmars, 16.5.2009 kl. 16:52

3 identicon

Hvernig veistu að það takist ekki að gera þessa höfn? Vegna þess að einhver sagði þér það. Eigum við ekki að treysta mönnunum sem hafa menntun og reynslu í þessum málum. 

Það eru of margir með of margar skoðanir á þessum málum sem hafa of lítið vit á þessum framkvæmdum. Það er búið að gera sambærilegar hafnir víða um heim.

Þorbjörn Víglundsson (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 17:45

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Skynsemin sagði mér það, Þorbjörn.  Ég er sjálf alin upp við úthafið og þekki  eyðileggingarmátt þess.  Veit líka að menn öðlast ekki sjálfkrafa þessa þekkingu inni á verkfræði- og teiknistofum í stórborgum fjarri sjó - ómenntaðir heimamenn eru oft jafnflinkir.  Formúlur eru ekki allt.

Í sjálfu sér hef ég ekkert á móti því að þessi hafnartilraun verði gerð - við höfum bara ekki efni á henni sem stendur og önnur brýnni forgangsverkefni.

Kolbrún Hilmars, 16.5.2009 kl. 18:05

5 identicon

Það var búið að sammþykkja og byrja á þessari framkvæmd áður en hrunið varð. Það er ekkert verið að tuða yfir öðrum framkvæmdum sem alls ekki eiga rétt á sér eins og tónlistarhús upp á tæpa 30 milljarða. Auk þess verða 1600 listamenn á mánaðarlegum greiðslum hjá þjóðinni sem kostar okkur rúma 5 milljarða á ári.

Þorbjörn Víglundsson (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 19:56

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þorbjörn, mér sýnist við vera sammála um flest - nema þetta tilraunaverkefni í Bakkafjöru   

Mín vegna mætti brjóta niður það sem komið er af nefndu tónlistarhúsi niður í klepra og nýta með öðru grjóti í undirstöður Bakkafjöruhafnar.   Nöldurhornið mitt hefur einnig áður viðrað skoðun sína á röngum áherslum hvað varðar forgang listamannastyrkja á meðan sjúkra- og öldrunarþjónusta er skorin niður.  Eins og við mátti búast heyrði ég heldur engin húrrahróp þá...

Kolbrún Hilmars, 16.5.2009 kl. 20:22

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þorbjörn, það eru ekki margir fyrir utan bæjarstjórn Vestmannaeyja og nokkrir "traustir" sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum sem hafa trú á þessari framkvæmd.  Heldur þú að það sé einhver tilviljun að engin þokkaleg höfn er á milli Þorlákshanar og Hafnar í Hornafirði?

Jóhann Elíasson, 16.5.2009 kl. 22:24

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Svo er náttúrulega gott að einhver lætur frá sér heyra sem HEFUR VIT á þessum framkvæmdum.

Jóhann Elíasson, 16.5.2009 kl. 23:06

9 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Jóhann, ég held að enginn hafi vit á þessum framkvæmdum.   Menn eru þarna aðeins að reyna eitthvað sem aldrei hefur verið reynt fyrr.  Þess vegna kallaði ég þetta tilraunaverkefni.  Þorbjörn sagði líka að það hefði verið ákveðið að ráðast í þetta verk fyrir fjármálahrunið á meðan menn hugsuðu enn á 2007 nótunum. 

Gullleitarmenn á Skeiðarársandi eyddu áratugum í sjálfboðavinnu og ómældum fjármunum á eigin kostnað, því miður án árangurs.  En þeirra fyrirhöfn ætti að verða öðrum til viðvörunar sem vilja fikta við sandfjörur suðurlandsins.

Kolbrún Hilmars, 16.5.2009 kl. 23:36

10 Smámynd: Jóhann Elíasson

Algjörlega sammála Kolbrún, ég hefði ekki orðað þetta betur.

Jóhann Elíasson, 17.5.2009 kl. 17:30

11 identicon

"Þorbjörn, það eru ekki margir fyrir utan bæjarstjórn Vestmannaeyja og nokkrir "traustir" sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum sem hafa trú á þessari framkvæmd.  Heldur þú að það sé einhver tilviljun að engin þokkaleg höfn er á milli Þorlákshanar og Hafnar í Hornafirði?"

Held að það væri ágæt byrjun að þegar menn koma með svona bull "staðreyndir" að þeir amk byggju í eyjum. En það að nokkrir hafi bara trú á þessu er algjör firra, enda þarf maður ekki labba lengi hérna í eyjum og spjalla við fólk til að heyra það að meirihlutinn er greinilega með þessari framkvæmd, enda styttir þetta siglingartímann úr 3 tímum niður í hálftíma og fyrir venjulegt fólk og ferðamenn er það himnasending.

Varðandi hafnargerð milli þorlákshafnar og hafnar í hornarfirði að þá er alltaf einhvern tímann fyrst, þegar ráðast átti í að gera höfn í þorlákshöfn þá bölvuðu margir afturhaldsseggir og sögðu þetta ekki gerlegt, annað kom á daginn. Sama var uppá teningnum þegar einhverjum datt í hug að gera ætti göng í hvalfirði. Núna er það hafnarframkvæmd í bakkafjöru, og sem betur fer að þá hugsar nú fólk fram í tímann og þróast en stendur ekki í stað. Við látum sem betur fer atvinnumennina um þessa framkvæmd en ekki bitra moggabloggara með litla sem enga kunnáttu hafa á hafnargerð.

Gummi (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 15:03

12 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Gummi, hver er bitur?  Verði þessi hafnartilraun einkaframtak, eins og með Hvalfjarðargöngin,  þá verðum við nískupúkarnir sjálfkrafa útilokaðir frá gagnýninni.  Er það ekki góð málamiðlun?

Kolbrún Hilmars, 18.5.2009 kl. 15:40

13 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Fátt um svör frá Gumma - líklega eru hvorki atvinnumenn né fjármálamenn fúsir til þess að taka sjens á þessu Bakkafjörutilraunaverkefni.  

Kolbrún Hilmars, 18.5.2009 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband