Utanríkisþjónustan ~ flottræfilsháttur.

Það er eins og menn segja gjarnan í dag - dálítið 2007 - að hampa flottræfilshætti íslendinga erlendis.

Áreiðanlega er okkur nauðsynlegt að halda úti fulltrúum landsins í formi utanríkisþjónustu erlendis til þess að kynna málstað þjóðarinnar, styðja við milliríkjaviðskiptin og við bakið á námsmönnum okkar og ferðalöngum.

En er nokkuð vit í því að í hverju krummaskuði sem finnst á jarðarkúlunni þurfi 300 þúsund manna þjóð alltaf að flagga flottasta og dýrasta sendiráðshúsnæðinu?

Að auki gætum við líka sparað töluverðan mannskap hér heima - hvaða þörf er á sendiráðherraembættum með aðsetur á Rauðarárstíg?


mbl.is Engir kokteilpinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Utanríkisþjónustu Íslands er ekki vanmetin. Hún er hinsvegar stórlega ofmetin af þeim sem þar hafa hagsmuna að gæta og vilja halda sínu lítt krefjandi starfi. Starf sem er algjör anachronism í okkar tæknivædda heimi. Utanríkisráðuneytið hefur verið mesta bitlingaráðuneyti ríkisins og kennir þó ýmissra grasa hvað það varðar hjá ríkinu. Þar mætti niðurskera um 50-60% án þess að nokkur neikvæð afleiðing yrði. Sparnaðurinn myndi hinsvegar skipta hundrum milljóna.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 18:49

2 identicon

Sammála.

(IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 18:50

3 identicon

Þið eruð tvö "brilliant" dæmi um hversu illa upplýstir Íslendingar eru upp til hópa.

Fransman (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 18:59

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Fransman - þetta var óréttmætt skot og fyrir neðan þína virðingu! Ef þú vilt gagnrýna minn málstað - sem þessi "tvö" voru sammála - væri þér sæmst að ráðast á upphafsmanninn.

Ekki væri verra ef þú kæmir þá með einhver sannfærandi mótrök...

Kolbrún Hilmars, 7.4.2009 kl. 19:12

5 identicon

Fransbrauð... afsakið fransmann,,, þín orð eru svo dæmigerð fyrir gríðarlega vel upplýstan einstakling, það sjáum við svo vel ....... eða þannig.

(IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 19:38

6 identicon

Mér fallast barfa hendur við að ætla að reyna að útskýra fyrir ykkur hvað utanríkisþjónustan gerir fyrir efnahag og fólkið á Íslandi.

Og þetta "En er nokkuð vit í því að í hverju krummaskuði sem finnst á jarðarkúlunni þurfi 300 þúsund manna þjóð alltaf að flagga flottasta og dýrasta sendiráðshúsnæðinu?"

Ísland er t.d. ekki með neitt sendiráð á Ítalíu ...    eða Spáni ...eða Portúgal ... eða ...    kynnið ykkur þetta aðeins ..

Sendiráðið sem sinnir þessum löndum (og 6 öðrum löndum) er í einföldu skrifstofuhúsnæði á 3 hæð í allt öðru landi . Og langt frá því að þar sé einhver íburður eða flottræfilsháttur.

Fransman (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 07:06

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sæll aftur Fransman. Tók meðfylgjandi lista af heimasíðu Utanríkisráðuneytisins og sýnist að það mætti spara víða.

Til dæmis að fækka sendiráðum í ESB löndum (á meginlandinu) í eitt, loka öllum Afríkusendiráðunum plús Sri Lanka og fara þar í samvinnu við hin Norðurlöndin. Ég er þó hissa á þér að vita ekki af sendiráðinu í Róm?

Íslenskar sendiskrifstofur:

• Austurríki

• Bandaríkin

• Belgía

• Bretland

• Danmörk

• Finnland

• Frakkland

• Indland

• Ítalía

• Japan

• Kanada

• Kína

• Malaví

• Mósambík

• Namibía

• Noregur

• Rússland

• Sri Lanka

• Suður-Afríka

• Sviss

• Svíþjóð

• Úganda

• Þýskaland

Kolbrún Hilmars, 8.4.2009 kl. 13:16

8 identicon

Eigum við mikil viðskipti við Úganda?? Nú eða Namibíu ??? Þetta er langur listi.

(IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 20:19

9 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ofangreindur listi er reyndar afar einfaldaður. Að auki eru fastanefndir hér og þar - svo og aðalræðisskrifstofur.

Sendiráðin á Sri Lanka og í Afríku eru öll (nema í Pretoríu) umdæmisskrifstofur á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands en hafa stöðu sendiráðs í viðkomandi ríkjum.

Það er alveg ljóst að í þessum geira má hagræða verulega, ekki síst í samvinnu við norska eða danska.

Kolbrún Hilmars, 9.4.2009 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband