Eru "saumaklúbbar" að hreiðra um sig á blogginu?

Spyr svo, því mér þykir merkileg áráttan hjá mörgum bloggurum að draga sig saman í klíkur eftir því hver er sammála hverjum og hvenær.

Er félagslegum þroska þessara bloggara virkilega svo áfátt að þeir hafi ekki gert sér grein fyrir því að líkindin til þess að fyrirhitta annan einstakling sem er alltaf sammála í öllum málefnum eru svo lítil að þau jafngildi einungis andlitinu sem viðkomandi sér í baðspeglinum morgun hvern? 

Hafa þessir bloggarar aldrei lært að um sum málefni er fólk sammála en ekki önnur?

Hafa þessir bloggarar ekki alist upp í fjölskyldu eða með vinahópi og lært að hver og einn einstaklingur er sérstakur og myndar sér sínar eigin hugmyndir, hver með sínu "nefi",  um menn og málefni?

Eru þessir bloggarar virkilega svo þröngsýnir að velja sér vinahóp, bæði prívat og á blogginu, sem eru annað hvort mest sammála eða auðþvingaðastur til þess að hoppa þegar einhver segir HOPPA?

Hafa þessir bloggarar aldrei uppgötvað að "á misjöfnu þrífast börnin best" og það að vera opinn fyrir öllum sjónarhornum, sem á hverju málefni eru aldrei færri en tvö, og það að velja sér viðmælendur, ef ekki vini, úr sem fjölbreyttustum skoðana- og trúarhópi gefur mest af sér?

Já - ég bara spyr.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Athyglisvert !

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 1.10.2008 kl. 19:44

2 Smámynd: Kreppumaður

Ertu að velta fyrir þér blekpennar.com vs hinir og þessir?

Kreppumaður, 1.10.2008 kl. 19:56

3 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Það getur verið ágætt í svona vangaveltum að skoða fyrst hvernig hlutirnir eru hjá manni sjálfum ;)

Hvort er meira um komment frá fólki sem er sammála þér eða tekur undir pælingar þínar í þínu kommentakerfi?
Er það þinn "saumaklúbbur"?  Varla eru allir sem lesa síðuna þína alltaf á sama máli og þú........það er samt algengara að fólk sem er á sama máli kommenti hjá þér geri ég ráð fyrir amk, eins og á öllum öðrum bloggfærslum sem ég rekst á.
Fólk sem er ósammála heldur áfram að vafra án þess að tjá sig.

Eru þá ALLIR bloggarar svona miklir ræfla að "hoppa" þegar þeim er sagt það? Nema þú væntanlega.......varla værir þú að blogga um þetta nema af því að þú kommentar ekki til að samsinna....bara til að sýna nýja skoðun ;)

Takk fyrir komuna mína síðu Kolbrún

Heiða B. Heiðars, 1.10.2008 kl. 20:12

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

"Líkur sækir líkan heim" en "ekki eru allir viðhlægjendur vinir." 

Úr því ég er byrjaður, held ég bara áfram á sömu nótum.

"Enginn spegill er betri en gmall vinur" þótt "falleg kona ætti snemma að brjóta spegilinn sinn sinn".

"Fleira veit sá er fleira reynir" og "fleira þarf í dansinn en fagra skó".

"Og ekki er sjórin sekur þó sindi ei allir fuglar" þar á meðal ég...

En ég veit alveg hvað þú átt við Kolbrún.

kv,

Svanur Gísli Þorkelsson, 1.10.2008 kl. 21:40

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ha? Hvaða bloggarar? Saumaklúbbar? Ég kem af fjöllum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.10.2008 kl. 22:23

6 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Æi já...auðvitað svaraði ég með óþarfa stælum. Þykist svo sem vita að hvaðan kveikjan af þessari færslu er kominn :)
Það vita allir hvað þú átt við....... en svona er þetta bara og það er enginn undanskilinn því. Skiptir engu máli hvaða skoðanir það eru né hvaða bloggarar. Það hafa allir sinn fasta heimsóknahóp sem hefur svipaða lífsýn hérna.... amk allir sem ég hef rekist á. Sama gildir um eyjuna, vísi og önnur svæði sem ég hef skoðað
Skoðaði færslurnar þínar svona af handahófi og get ekki betur séð en að það eigi um þig líka.

Kommentakerfið væri náttúrulega skemmtilegra og ef það væri meira notað í að viðra mismunandi skoðanir. Þetta veldur því að maður er latur að lesa komment við síðurnar sem maður les. En öllum svona svæðum verða til breið samfélög og þá sækjast líkar skoðanir oftast í hvor aðra.

Svo þegar maður rúntar um þá sækir maður líka oft í sömu bloggarana sem maður er oftast sammála. Rökræðurnar eiga sér oft stað á sömu svæðunum. 

Heiða B. Heiðars, 1.10.2008 kl. 22:33

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Takk fyrir þetta Svanur - þú kannt að aðskilja kjarnann hisminu 

Ég var að vona að það gerðu fleiri og færu frekar í smánaflaskoðun en að hlaupa í sjálfsvörn.  Þau tíðast orðið um of breiðu spjótin hér um slóðir.

Kolbrún Hilmars, 1.10.2008 kl. 22:34

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Heiða mín, þakka þér fyrir seinna innleggið þitt.  Auðvitað eigum við öll sérstaka vini á blogginu, suma þeirra til margra ára  að ótöldum skyldmennum, og það eru oft tíðustu blogggestirnir, eins og hjá mér til dæmis. 

En mér finnst of oft skorta umburðarlyndi við andstæðar skoðanir "ókunnugra" og "munnsöfnuðurinn" stundum óhóflegur.  Það var nú kveikjan að þessum "lestri" mínum.

Kolbrún Hilmars, 1.10.2008 kl. 22:44

9 Smámynd: Berglind Nanna Ólínudóttir

Sko, ég sagði það um daginn! Ég er ALLTAF að missa af öllu!!!! En pælingin er góð, og á allan rétt á sér. Svo kemur hitt, að flestir eru of ragir til að kommenta, ef þeir eru ekki á sömu skoðun og hinir í saumaklúbbnum. Æ hvað ég er heppin að einu kynni mín af þannig stofnunum skuli vera saumóið hennar mömmu!!! En ég hef líka alveg séð þær rífast um hin ýmsu málefni, hehehehe! Annars bara kvitt og knús!

Berglind Nanna Ólínudóttir, 2.10.2008 kl. 09:08

10 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Af ávöxtunum skulið þér þekkja þá..  Góð færsla og umhugsunarverð. Ég held að heimurinn væri alveg ótrúlega leiðinlegur ef fólk væri alltaf sammála. Þá hefði fólk ekkert til að tala um nema að samsinna og kinka kolli yfir hvers annars orðum. Ég er alin upp í fjölskyldu þar sem matmálstímarnir fóru í fjörugar umræður og við krakkarnir vorum hvött til gagnrýnnar hugsunar. Engra skoðun var ómerkilegri en annarra og á alla var hlustað. Það var líflegt og skemmtilegt!

Mér finnst oft skorta umburðarlyndi gagnvart annarra skoðunum. Það þarf þroska til að geta rökrætt kurteislega og það er því miður ekki öllum gefið.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 2.10.2008 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband