Hvar getur maður keypt "tvöfalt" ríkisfang?

Svo virðist sem sumir íslendingar hafi svoleiðis.  Af hverju bara sumir, þetta eru veruleg fríðindi.  Merkilegt að það skyldi þurfa einn Trump til þess að vekja athygli á fyrirbærinu.


mbl.is Íslendingi gæti verið vísað frá Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þann 1. júlí 2003 tók gildi breyting á lögum um íslenskan ríkisborgararétt nr.100/1952. Breytingin heimilar íslenskum ríkisborgurum að halda íslensku ríkisfangi þótt þeir sæki um ríkisborgararétt í öðru ríki.

Sjálfsagt matsatriði, hvort slíkt telst fríðindi.

Magnús Þrándur Þórðarson (IP-tala skráð) 30.1.2017 kl. 18:07

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Auðvitað eru það fríðindi, Magnús.  Ef þú lítur á málið frá sjónarhóli okkar sem heima sitjum.  Sérstaklega þegar slíkt virðist skipta máli í alþjóðlegum samskiptum af því taginu sem eru í umræðunni núna.

Kolbrún Hilmars, 30.1.2017 kl. 18:26

3 identicon

Kannski frekar spurning um orðalag.  Fríðindi eða réttindi - gildir sjálfsagt einu.  Kjarni málsins er, að lög á Íslandi og í Bandaríkjunum heimila tvöfalt ríkisfang.  Reyndar er ekki minnst á tvöfalt ríkisfang í bandarísku lögunum, það er kallað þau séu 'silent' um efnið.  Enda þar með ekki gerð krafa, að menn afsali sér ríkisfangi til að fá það bandaríska.  7-800 þúsund erlendum ríkisborgurum er veittur bandarískur ríkisborgararéttur árlega.  Það er óhætt að fullyrða, að langflestir þeirra séu með amk. tvöfalt ríkisfang.

Magnús Þrándur Þórðarson (IP-tala skráð) 30.1.2017 kl. 18:52

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Magnús, ef það eru ekki fríðindi að hafa tvö vegabréf í handraðanum þegar ferðast er til landa sem útiloka annað en leyfa hitt, þá veit ég ekki hvað við getum kallað það.  Ekki það að ég sé að agnúast sérstaklega út í íslendinga erlendis, en svona með jafnréttið í huga; ætti ekki eitt ríkisfang að duga hverjum og einum einstaklingi?

Kolbrún Hilmars, 30.1.2017 kl. 20:03

5 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Úff, hér er ekki hugsað langt út fyrir sitt nef.

Það geta ekki verið fríðindi að hafa tvö ríkisföng, sér í lagi ef bæði lönd leyfa slíkt. Sá sem heldur slíku fram ætti að kanna þá stöðuna hjá öllum þeim Íslendingum sem hafa kosið að búa á norðurlöndum og hafa þar ríkisborgararétt, ásamt þeim íslenska.

Hér er einungis verið að hæðast að þeim sem eiga nú um sárt að binda vegna fáranlegs banns hjá USA. En sem fyrr, þeir sem haga sér svoleiðis geta ekki komið fram og sagt það sem þeir meina og meint það sem þeir hinir sömu eru að reyna að segja. Eina sem þau/þeir kunna að syngja núna er "góða fólkið". Hræsni.is ef þú spyrð mig....

Sigfús Ómar Höskuldsson, 30.1.2017 kl. 21:35

6 identicon

Það eru ýmsar hliðar á þessu eins og öðru.  Maður fær t.a.m. ekki að kjósa án ríkisborgararéttar.  Sumum finnst kosningarétturinn eftirsóknarverður, það eru mannréttindi fólgin í honum held ég sé óhætt að segja.  Ef þér finnst, að menn skuli afsala sér ríkisborgararétti sé þeim veittur annar, þá mun ég ekki reyna að telja þér hughvarf.  Sú var krafan lögum samkvæmt á Íslandi til 2003, þegar Alþingi sá ástæðu til að breyta lögunum.  Ég held Íslendingar hafi verið samferða hinum Norðurlöndunum í þessu efni.

Hvað vegabréfin snertir, þá haldast þau í hendur við ríkisborgararéttinn, þeas. menn fá ekki útgefin vegabréf án ríkisborgararéttar.  Í Bandaríkjunum er almenna reglan ca 8 ár frá því menn fá dvalarleyfi þar til þeim er veittur ríkisborgararéttur æski þeir þess.  Það telst hæfilegur tími til að ganga úr skugga um, hvort viðkomandi er hæfur til að öðlast þau réttindi, sem ríkisborgararétturinn veitir, til jafns við aðra borgara.

Magnús Þrándur Þórðarson (IP-tala skráð) 30.1.2017 kl. 22:05

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæl Kolbrún fjögur af uppkomnum barnabörnum mínum eru með tvöfalt ríkisfang,íslenskt og norskt.Þótt ekki sé sérstakur áhugi á fótbolta,langaði mig að segja frá eftirfarandi; 

En það vakti mikla athygli hér á landi þegar þjálfari fótboltalandsliðs BNA (Jörgen Klínsman) valdi íslenskan leikmann í landslið þess. Börn sem fæðast í Bandaríkjunum verða sjálfkrafa bandarískir þegnar og þannig varð sá landsliðsmaður BNA.,eftir umhugsun,því annað valið útilokar hitt ævina út.Hef gleymt nafninu en minnir að hann heiti Aron Jóhannsson. ----- Nýlega gagnrýndi bandarísk landsliðskona val á leikmönnum sem ekki lékju í heimalandinu,svo líklega verður það fellt niður.  
 

Helga Kristjánsdóttir, 31.1.2017 kl. 01:01

8 Smámynd: Jóhann Kristinsson

First að allir hér vita svona mikið um tvöfaldan ríkisborgararétt, kanski að þeir geti tjáð fáfróðum hvort að hann er löglega með tvöfaldan ríkisborgararétt?

Málið er þannig; lög um tvöfaldan ríkisborgararétt tóku gildi 2003 samkvæmt því sem ég les á þessari síðu.

Fáfróði einstaklingurinn fékk ríkisborgararétt í USA 1989.

Hefur þessi fáfróði einstaklingur löglega tvöfaldan ríkisborgararétt?

Spyr sá sem ekki veit.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 31.1.2017 kl. 04:40

9 identicon

Svörin eru hér:

http://utl.is/index.php/missa-edha-halda-rikisborgararetti

http://utl.is/index.php/endurveiting-rikisfangs

Magnús Þrándur Þórðarson (IP-tala skráð) 31.1.2017 kl. 06:17

10 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þakka ykkur öllum innleggin, þau eru fræðandi fyrir fávísa.  Sérstaklega nú þegar milljónir eru á faraldsfæti - sem munu með tíð og tíma öðlast tvöfaldan ríkisborgararétt.  Stefnir í mismunun af einhverju tagi?

Kolbrún Hilmars, 31.1.2017 kl. 12:19

11 identicon

Löggjafanum, hvort heldur er í einræði eða lýðræði, er í öllum aðalatriðum í sjálfs vald sett, hvaða lög og reglur gilda um ríkisborgararétt í hverju landi. Ekki óeðlilegt, að almennilegt fólk greini á um það efni.  Það eru kostir og gallar við tvöfalt/margfalt ríkisfang og á því máli margbreytilegar og stundum flóknar hliðar, breytilegar frá einu landi til annars.

Þú hófst þennan þráð með því að furða þig á það væru Íslendingar með tvöfalt ríkisfang.  Til útskýringar benti ég á lagabreytinguna á Íslandi, sem tók gildi 2003.  Hlaupi hland fyrir hjartað í kjölfar þeirrar breytingar liggur í raun beinast við fyrir þig að sannfæra Alþingi um að breyta lögunum til fyrra horfs. 

Magnús Þrándur Þórðarson (IP-tala skráð) 31.1.2017 kl. 17:12

12 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Magnús, ég er þeirrar skoðunar að tvöfaldur ríkisborgararéttur eigi hvergi að finnast. Ætti svo sem ekki að bitna á íslendingum með ríkisfang erlendis frekar en íslendingum sem eru búsettir erlendis til skemmri tíma hvað varðar félagslega kerfið.    Mér skilst að Noregur td leyfi ekki tvöfalt ríkisfang.  En ég get fallist á að óvinsælar pælingar eru yfirleitt afskrifaðar sem "hland fyrir hjartað" ef ekki annað verra.  

Kolbrún Hilmars, 31.1.2017 kl. 18:44

13 identicon

Það er allt í lagi með það, þú finnur ugglaust ýmsa sömu skoðunar.  Það eru hæg heimatökin að taka slaginn fyrir þann málstað, við íhaldsmenn með utanríkisráðuneytið og meirihluta á Alþingi.  Ekki mun ég erfa það við þig.  Eftir stendur orsök þess, að til eru Íslendingar með tvöfalt ríkisfang: það er heimilt samkvæmt íslenskum lögum frá 2003.

Magnús Þrándur Þórðarson (IP-tala skráð) 31.1.2017 kl. 19:28

14 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sæll aftur Magnús. Íslendingar erlendis með tvöfalt ríkisfang er ekki stórt mál, þeir eru bæði fáir og dreifðir, og búa yfirleitt í löndum þar sem sömu eða svipuð réttindi gilda.  Mér finnst nú samt að enginn eigi að hafa kosningarétt til þess að hafa áhrif á önnur samfélög en sitt eigið.  En það er einmitt það sem tvöfaldur ríkisborgararéttur leyfir.

Kolbrún Hilmars, 1.2.2017 kl. 16:25

15 identicon

Ýmsar hliðar á þessu frá einu landi til annars, bæði hvað snertir kosningarétt og rétt til þess að bjóða sig fram í kosningum.  Hafirðu nennu til að kynna þér efnið muntu fljótlega sjá, að málið er ekki klippt og skorið. 

Ég þekki þetta best á Íslandi og í Bandaríkjunum.  Eins og ég benti þér á (30.01 að framan) tekur að jafnaði átta ár eftir að varanlegt dvalarleyfi hefur verið veitt að öðlast ríkisborgararétt í Bandaríkjunum - og þar með kosningarétt.  Kosningarétturinn fylgir hins vegar ríkisborgararéttinum óskoraður til dauðadags, þó svo menn einhverra hluta vegna búi í öðru landi. 

Íslendingar detta sjálfkrafa af kjörskrá á Íslandi búi þeir erlendis lengur en 7 ár.

Magnús Þrándur Þórðarson (IP-tala skráð) 1.2.2017 kl. 19:35

16 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Mig grunaði að þessu væri þannig varið fyrir íslendinga í USA.  Hér er allt miklu auðveldara; aðvífandi velferðarflóttamenn hafa td fengið íslenskan ríkisborgararétt rétt-si-sona eftir geðþótta. Og fleiri reyndar eins og alþjóð þekkir.  Hefði ég átt að setja gæsalappir um suma "íslendinga" upphaflega  til þess að fyrirbyggja misskilning?  

Kolbrún Hilmars, 1.2.2017 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband