Alla söguna, takk

Af þessari frétt má skilja að skuldareigandinn, Íbúðalánasjóður, hafi eignast þarna íbúð fyrir milljón en haldi samt áfram að rukka fyrrverandi eigendur um áhvílandi lán.

Ef satt er, þá er hér opinber stofnun, stofnuð á félagslegum forsendum, að leika ljótan leik sem er algjörlega andstæður ætluðu hlutverki.

 


mbl.is „Íbúðin var keypt á heila milljón“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alla söguna??? En þá væri ekki hægt að láta fólk halda að Íbúðalánasjóður hafi eignast þarna íbúð fyrir milljón en héldi samt áfram að rukka fyrrverandi eigendur um áhvílandi lán. En sá er einmitt tilgangur fréttarinnar.

Ufsi (IP-tala skráð) 2.5.2015 kl. 14:49

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega sammála þessu, og þau ættu að skammast sín yfirmenn íbúðalánasjóðs, því ég hef heyrt að þeir leigi ekki einu sinni út þessar íbúðir, ég verð bara svo reið þegar ég les svona andskotans kjaftæði og svo brosir þetta fólk framan í heimin, en ætti í raun og veru ekki að sýna á sér smettið.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.5.2015 kl. 14:54

3 identicon

Já þær eru margar tröllasögurnar um Íbúðalánasjóð og flesar því miður sagðar af fólki sem ekki virðist hafa kynnt sér málin.

Í svona tilfelli þá hefur væntanlega tilboð Íbúðalánasjóðs á uppboðinu verið 1 milljón. Það er vegna þess að á undan láni sjóðsins eru forgangsveð sem þarf að losna við. Þetta heitir á fagmálinu að bjóða inn í kröfuna sína, þ.e. Íbúðalánasjóðu hefur boðið nægjanlega mikið til að enginn forkaupsveðhafa hefur séð tilgang í að bjóða í þar sem þeir hafa fengið sitt greitt af Íbúðalánasjóði. Næstur í veðröðinni hefur þá væntanlega verið Íbúðalánasjóður og krafa hans einhvers staðar undir þessum 34 millj. sem þau segjast núna skulda. Ef enginn hefur boðið hærra þá er íbúðin slegin á 1 milljón, en kaupverð sjóðsins er í raun þá orðin 35 millj. þ.e. sú milljón sem þeir hafa boðið forkaupsveðhöfum og svo lán þeirra sjálfra 34 millj.

Uppgjörið við uppboðsþola er síðan þannig að frá heildarskuldinni 34 millj. er dregið áætalað markaðsverð íbúðarinnar. Ef eitthvað stendur eftir af því þá teljast viðkomandi uppboðsþolar skulda þar til Íbúðalánasjóðs sem er ekki með neinar innheimtuaðgerðir næstu 5 árið og að þeim tíma liðnum fellur sú skuld niður.

Viðkomandi aðilar skulda því ekki þessar 34 millj. til Íbúðalánasjóðs. Ef skuld þeirra í dag er 34 millj. þá eru það væntanlega skuldir til annara lánveitenda en Íbúðalánasjóðs.

Síðan varðandi allar þessar íbúðir sem sjóðurinn er ekki að leigja út, þá verður fólk að gera sér grein fyrir því að það er ekki hægt að leigja hvað sem er. Leiguíbúðir verða að uppfylla ákveðin lágmarksskilyrði til að vera leiguhæf. Því miður er stór hluti þeirra íbúða sem sjóðurinn er að eignast í þannig ásigkomulagi að þær eru bara alls ekki leiguhæfar og því miður stór hluti þeirra ekki einu sinni íbúðahæfar. Svo er líka að líta til þess að ef virkur leigumarkaður er fyrir hendi þá má Íbúðalánasjóður ekki, lögum samkvæmt, fara inn á þann markað.

Það fer því farri að það séu einhvers konar skrímsli sem vinna þarna hjá Íbúðalánasjóði, sem hafa ánægju af því að hafa íbúðir af fólki, reka það úr þeim og neita síðan að leigja þeim íbúðir þegar það er komið á götuna. Sjóðurinn er eign ríkisins og vinnur í samræmi við þau lög og reglugerðir sem Alþingi setur honum að vinna eftir. Flest af þeim úrræðum sem notuð hafa verið og skilað hafa mestum árangri í að hjálpa fólki í greiðsluerfiðleikum hafa komið frá Íbúðalánasjóði og starfsfólki þess. Þar þekkir starfsfólkið vandann og er í tengslum við það fólk sem á við þann vanda að etja daglega. Því miður þá hafa verið fleiri aðgerðir sem gripið hefur verið til sem skilað hafa mjög mismiklu og og alls ekki þeim árangri sem að var stefnt. Þær aðgerðir hafa hins vegar flestar alla vega verið hugmyndir annara en starsmanna Íbúðalánasjóðs og starfsmenn hans jafnvel bent á þá agnúa sem á þeim eru áður en ráðist var í þær.

Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 2.5.2015 kl. 15:11

4 Smámynd: Már Elíson

Þetta er talandi dæmi um það sem t.d. verföllin núna ættu að fjalla um, kaupmátt launa, verðtrygginguna og allt vaxtaokrið. Svo ekki sé talað um heilbrigðiskerfið á Íslandi.

Ekki bara það að læknastofur í Glæsibæ, Orkuhúsinu og víðar séu farnar

að gera minni háttar skurðaðgerðir sem allar voru gerðar (eðlilega) á Landspítalanum sem hluti af tryggingakerfi okkar íbúa Djöflaeyjunnar sem við borgum í þær formi himinhárra skatta.

Heldur ætlar núna ein ríkisstyrkt sjálfstæðiskonan og fyrrverandi

bæjarstjóri Garðabæjar að opna sjúkrahótel.

Að vísu er hún búinn að vera að mala þetta undir sig í nokkur ár.

Hver smáaðgerð sem við gátum farið í og ætti eðlilega að vera greidd

af heilbrigðiskerfinu er núna komin út í bæ - einkavætt, og er ekki vegur nema fyrir fyrir fólk með talsvert af peningum (lesist : efnamikið fólk) - milli handanna að fara í.

Það er vísað á þetta af heimilislækninum og ríkið er rosalega fegið að

þurfa ekki lengur að borga það sem áður var inni í heilbrigðiskerfinu á Íslandi. Og alltaf bætist við.

Þetta er einn að þeim stóru þjóðfélagsbreytingum og þáttum sem eiga

sér stað á Íslandi og sem gerir landið nánast óbyggilergt til framtíðar.

Mikið rosalega er ég ánægður og heppinn faðir og afi að vita af

fjölskyldu minni öruggri fyrir þeim viðbjóði sem flæðir yfir þessa Djöflaeyju - öruggri í öðrum löndum sem eru með velferðarkerfið

mannsæmandi og í lagi.

https://www.dv.is/frettir/2015/5/1/thogul-eiknavaeding-i-heilbrigdiskerfinu/

Verði ykkur að góðu. Það ER ekki hægt að hvetja fólk til að vera hérna áfram, því miður, og menn mega kalla þetta landráð. - Mér er slétt sama.

Már Elíson, 2.5.2015 kl. 15:14

5 identicon

@Már

Tek undir samúðarkveðjur til þessarar fjölskyldu og augljóslega er það best fyrir þau að koma sér út til Noregs sem fyrst í stað þess að hokra á Íslandi með skuldaklafann.  Það er hvergi auðvelt að draga eftir sér skuldaklafa hvort sem þetta sé vegna íbúaðar kaupa eða námslán.

Því miður er það svo eins og Andri Geir Arinbjarnarsson http://blog.pressan.is/andrigeir/ benti á að "Það eru aðeins 4 lönd í Evrópu sem hafa náð því marki að viðhalda lágmarkslaunum yfir 300,000 kr. markinu (2,050 evrur). Það eru Svíþjóð, Danmörk, Noregur og Sviss.  Næst kemur Lúxemborg með 285,000 kr.  Evrulönd á við Frakkland, Þýskaland, Holland, Finnland og Belgíu setja lágmarkslaun við 1,500 evrur eða 220,00 kr.  Af Norðurlöndunum rekur Ísland því lestina rétt á eftir Finnlandi en bæði löndin hafa álíka þjóðarframleiðslu á mann."

Þjóðarframleiðsla á tímaeinungu er um helmingi lægri á Íslandi ef við miðum við Dannörku og Noreg. Ferðamannaþjónusta greiðir hvergi annað en algjör lágmarkslaun. Meðan aðrar þjóðir eru að keppast um að mennta fólk í raungreinum er á Íslandi verið að útskrifa lögfræðinga, hagfræðinga, viðskiptafræðinga en við eigum algjört heimsmet í fjölda einstaklinga með þessa menntun.

Hvað varðar heilbrigðiskerfi er Ísland með miðstýrðasta heilbrigðiskerfi heims ef undan er skilið Kúba og Norður-Kórea.

Það er stórfelld einkareksturí heilbrigðskerfi nágrannalandanna. 
Heimilislæknaþjónustan i td. Noregi er rekin þannig, fastlegekerfið og hefur gefist ákaflega vel og það er kominn 14 ára reynsla á þetta og ekki á 8 ára valdatíma síðustu vinstri-stjórnar var þetta snert. Það sama á við um Bretland, Danmörk og Svíþjóð.  Í Noregi er raunar alvöru prívat heilbrigðiskerfi og um 500.000 mannst tryggðir í gegnum einkatryggingu sem er nokkurs konar ábót við hið opinbera heilbrigðiskerfi og kaupa sig þannig inn til hraðari meðferð. td. https://vertikalhelse.no/ og td. http://www.aleris.no/ og https://www.volvat.no/

Augljóslega hefur fólk sem tjáir sig um heilbrigðismál oft ekki hundsvit á hvernig þetta er hjá nágrönnum okkar. 

Krataforinginn þeas. Støre formaður norska Verkamannaflokksins sem er stórauðugur notar einkatryggingu fyrir sig og fjölskyldu sína og þar með prívat læknavakt í Ósló. 
Það er í raun orðið bara á Íslandi sem menn vilja láta þetta vera ríkisrekið enda sjáum við afleiðingarnar. 
Árið 2006 notaði Ísland um 6000$ til sjúkraþjónustu á hvern einstakling en árið 2013 var þetta komið niður í 3800$ á hvern einstakling. Gjöld við öldrunarþjónstu eru hér undansklinin. Noregur er með um 9000$, Danir um 6700$ og Svíar svipað og Bandaríkjamenn voru með ívið hærri útgjöld en Norðmenn. Smæð Íslands og dreifbýli mun gera heilbrigðiskerfið dýrara og ef við ætlum að komast upp í 6000$ á hvern einstakling (en maðalaldur þjóðarinnar er hækkandi) þá þarf að nota um 100 miljarað árlega til viðbótar. Óbreytt útgjöld þýða einfaldlega risastóran niðurskurð enda 3-4 faldast tíðni krabbameina þegar fólk fer yfir 60 árin og næsti þröskuldur er 85 ár þegar fólk þarf stofnanavist þannig að við erum rétt að mæta mótvindunum.

Gunnr (IP-tala skráð) 2.5.2015 kl. 16:13

6 identicon

Sæl æfinlega Kolbrún - sem og aðrir gestir þínir !

Kolbrún !

Viðurkenndu bara - FYRIR SJÁLFRI ÞÉR: sem og öðrum samlöndum, að Ísland er orðið HREINRÆKTAÐ villimanna samfélag.

Viðbjóðurinn: er orðinn slíkur, að meira að segja Zimbabwe og Búrma / auk fjölda annarra landa, eru orðnir búsetu- valkostur, fyrir venjulegt fólk hér á Íslandi:: lands fjanda, sem er ekki byggilegur veðurfarslega, nema cirka 3 - 4 mánuði ársins, fyrir utan ÓNÝTT stjórnarfar ofurgráð ugra villimanna, sem hér hefir verið við lýði, um áratuga skeið.

Svokölluð frelsisbarátta Jóns Sigurðssonar (1811 - 1879)- og félaga hans á 19. öldinni undan Dönum á sínum tíma, og afleiðingar hennar, hefir komið rækilega í bakið á okkur Kolbrún mín / Á ÖLLUM SVIÐUM, fornvinkona góð !!!

Með beztu kveðjum samt - af Suðurlandi, sem endranær /   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.5.2015 kl. 16:33

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

ef viðbara tökum mið af velferð landsins okkar, hvort myndi vega meira ungt fólk, sem nú er að flýja í stórum stíl, eða möppudýr sem fást til að vinna við svona aðstæður.  Það á bara að setja strik yfir þessar skuldir, og já fyrst verið að að tala um það námslánaskuldir líka.  Það myndi strax gefa okkur forskot og vera byrjun á uppbyggingu á landinu okkar, því unga fólki okkar er framtíðin.  Það er víst frekar erfitt að skilja það, sérstaklega fyrir hagfræðinga og aðra sem hrærast í krónum tölum og hugsa aldrei neitt fram yfir það.  Svokölluð möppudýr á alþýðumáli. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.5.2015 kl. 17:27

8 identicon

Komið þið sæl - á ný !

Ásthildur Cesil (kl. 17:27) !

Mjög vægðarlega / sem kurteislega að orði komist hjá þér - gagnvart illþýði svokallaðra fjármálastofnana: hérlendis - sem ráðamanna.

Alþjóðahreyfing Falangista - (yst: úti á Hægri brúninni) / væri ekki í neinum vandræðum með, að afgreiða þetta lið Ásthildur: þó, taka verði ég fram, að aðferðafræðin kynni að vera með öllu óprenthæf:: hér á vefnum.

Unga fólkinu: sem um fjallar í viðtengdri frétt þessa pistilkorns Kolbrúnar vinkonu okkar, vil ég árna allra heilla - með von um, að þau nái fram grimmilegum hefndum / þó síðar yrði, gott fólk.

Með þeim sömu kveðjum - sem seinustu / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.5.2015 kl. 17:43

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Óskar minn, ég er að reyna að hemja mig í orðavali, en mér er þungt í sinni.  Þessi möppudýr sem allstaðar þvælast fyrir fólki eru í sjálfu sér skaðvaldar.  Það vantar allt hjarta og samúð í svoleiðis lið.  Segi og skrifa.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.5.2015 kl. 18:08

10 identicon

Er ekki starfsfólk ÍB bara að vinna vinnuna sína ?

Það er svo auðvelt að lesa horfa bara á aðra hlið malsins og dæma svo.

Það selur engin ofanaf fjölskyldu fyrren búið er að reyna allt annað.

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 2.5.2015 kl. 18:14

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ertu nú viss um það?  Og af hverju má þá ekki breyta eignarhlutanum í leigu, þannig að íbúðalánasjóður eignist íbúðina en fólkið fái að vera áfram í íbúðinni og greiði leigu í stað afborgun af láni?  ef við virkilega viljum halda fólkinu okkar á skerinu þá þarf að gera eitthvað, svo er verið að tala um íbúðarmál og jafnvel að byggja íbúðir fyrir fólk meðan þetta ríkisapparat hefur um að ráða fleiri þúsund íbúðir, ég blæs á svona kjaftæði.  Bara algjörlega. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.5.2015 kl. 18:44

12 identicon

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/05/02/ekki_audvelt_ad_kaupa_heimili_ofan_af_folki/

Sé ekki betur en að allt sé reynt Ásthildur.

Varðandi að láta fólk leiga og vera áfram, þá þarf sennilegast einhverja lagabreytingu, en auðvitað er það ein lausnin.

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 2.5.2015 kl. 19:26

13 identicon

Komið þið sæl - sem fyrr !

Ásthildur Cesil !

Þakka þér fyrir: og sömuleiðis.

Birgir Guðjónsson !

Ertu svo illa að þér: að hafa ekki skoðað forsögu, þessarra mála ?

Þú segir Birgir: (kl. 19:26), að þú sjáir ekki betur, en allt hafi verið reynt ?

Nei Birgir: það er HELVÍTIS HAUGALÝGI / verðbæturnar voru afnumdar af launum fólks árið 1983 - en héldu áfram að grasséra í lána farganinu, til stórra tjóna fyrir fólk og fyrirtæki - allt: til þessa dags.

Því - er svo komið málum, sem málum er - í þessu bévítans landi, Birgir Guðjónsson !!!

Loforða- og SVIKINNA Gylliboða listi ísl. stjórnmálamanna, skiptir tugum ferða til Tunglsins, til samanburðarins / ef nánar er skoðað, Birgir.

Með sömu kveðjum - fremur þurrum þó, til Birgis Guðjónssonar, unz hann áttar sig á staðreyndum mála / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.5.2015 kl. 20:22

14 Smámynd: Rafn Guðmundsson

er nokkuð óðelilegt við þennan gjörning - við höfum jú víst ekki alvöru peninga.  sem margir kjósa

Rafn Guðmundsson, 2.5.2015 kl. 23:33

15 identicon

Sæl - sem oftar, og áður !

Rafn !

Útúr hvaða Holtaþoku: hefir þú rambað að þessu sinni, ágæti drengur ?

Gildir einu - hvaða peningar eru hér í umferð / hverju sinni: þegar þorri landsmanna:: sérílagi valdhafanna, eru utan allrar siðmenningar, Rafn minn.

Hélt - að þyrfti vart, að margtyggja það, ofan í þig - Sigmundur Davíð og Bjarni, eru NÁKVÆMELEGA sömu ÓMENNIN, sem vinir þínir, Jóhanna og Steingrímur J. voru (2009 - 2013) / og eru raunar enn, ágæti drengur.

Vona - að þú farir að rumska: frá þinni FLOKKA / og flokkshollustu, Rafn !!!

Hinar sömu kveðjur - sem síðustu /  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.5.2015 kl. 23:46

16 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Sæl nafni minn! Það veit heilög hamingjan að fólk var bara alls ekki að pæla í pólitík hér áður fyrr. Spurði einskis og lét allt yfir sig ganga.Nú er öldin önnur,menn vakna og hafa allt í einu mikið um hana að segja. Að því leiti er auðvelt að minna á að aldrei var efnt til mótmæla líkt og í dag,þegar hóparnir eru orðnir tveir meginkröfuhafar; Jásinnar og Neisinnar,svo stórt mál að annað hefur varla komist að. Mb. kv. 

Helga Kristjánsdóttir, 3.5.2015 kl. 04:56

17 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta eru nú aðgerðir þeirra framsóknarmanna og sjalla fyrir ,,heimilin í landinu".  Þeir ráðast inn og henda fólki út.  Alveg fyrirséð.  

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.5.2015 kl. 12:18

18 Smámynd: Benedikt V. Warén

Segðu Ómar.

Tók við af....."að slá skjaldborg um heimilin".........

Benedikt V. Warén, 3.5.2015 kl. 13:24

19 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hvar eru miljónirnar sem fjölskyldan lagði til í upphafi? Nú er búið að taka íbúðina það á að tákna að fyrri eigendur eig því ekki að vera rukkaðir um krónu hér eftir! Það er mafíulánakerfið sem er að drepa allan vilja eða getu ungs fólks að kaupa sér fasteign.

Sigurður Haraldsson, 3.5.2015 kl. 19:26

20 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sigurður.

Ég kaupir af þér bíl fyrir fjórar milljónir.  Átti eina millu og tek þrjár að láni í hjá þér.  Ári síðar sel ég bifreiðina á tvær og hálfa.

Munt þú fella niður þann hluta af láninu, sem þú lánaðir mér í upphafi, til þess að ég fái þá einu milljón sem ég lagði til þegar viðskiptin áttu sér stað?

Benedikt V. Warén, 3.5.2015 kl. 20:31

21 identicon

Benedikt, Sigurður er ekki það ómenni að haga sér eins og fjármálastofnun, að sjálfsögðu fengir þú milljónina og Sigurður léti sér nægja eina og hálfa af þessum þrem sem þú skuldaðir honum. Þannig á kerfið víst að virka, lán eiga að vera lottóvinningar.

Jós.T. (IP-tala skráð) 3.5.2015 kl. 20:59

22 identicon

Benedikt, ef ég hefði lánað þér og þú keypt bíl fyrir andvirðið, þá myndi væntanlega vera í samningnum ákvæði sem segði að þú ætlaðir að borga mér mína eign tilbaka auk þeirrar leigu (því vextir eru í raun ekkert annað en leiga fyrir peninga) sem ég vildi fá fyrir peningana mína. Ef þú hefur síðan lagt bílinn að veði fyrir láninu mínu þar að auki þá er staðan einfaldlega eftirfarandi:

Andvirði bílsins 2,5 millj. kæmi til greiðslu á láninu sem ég veitti þér að því gefnu að það væri a.m.k. það eftir af því. Annars sá hluti þess sem næmi láninu. Ef þessar 2,5 nægja ekki til að greiða niður lánið þá skuldar þú mér ennþá mismuninn. Athugaðu það að ég veitti þér lán, ég var ekki að ábyrgjast neitt varðandi verðmæti bílsins. Í þessu dæmi tæki ég á mig áhættuna af því að ef andvirði bílsins nægir ekki til að borga mér lánið þá verðir þú maður til að borga það sem upp á vantar eins og lánasamningur okkar gerir ráð fyrir, þú tekur hins vegar áhættuna af því að hafa fengið mína eign til ráðstöfunar (þ.e. andvirði lánsins) og að andvirði bílsins nægi ekki til að greiða það upp þannig að þú verðir í áframhaldandi skuld við mig. Ég sé ekki af hverju ég á að þurfa að blæða fyrir það að þú takir áhættu og eigir þá að halda þinni eign, sem ég hafði ekkert með að gera að þú hættir líka.

Ef þér finnst það eðlilegt að ég sé að ábyrgjast þína eign með því að veita þér lánið, þá einfaldlega myndi ég ekki lána þér og nota peningana mína sjálfur, t.d. kaupa mér bíl.

Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 4.5.2015 kl. 15:45

23 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sigurður Geirsson.

Ég er sammála þinni túlkun, spruningin hvort nafni þinn Haraldsson sé það, sem ég beindi spurningunni upphaflega til.

Ættu aðrar lánastofnanir að gera þetta einhvernvegin öðruvísi, en þú nefnir?

Benedikt V. Warén, 4.5.2015 kl. 16:07

24 identicon

við misstum okkar íbúð nkl svona í hruninu, nema hluti af lánunum sem við tókum var ss ibls og svo bankinn, við erum enn að borga bankalánið og það féll ekki undir neinar afskriftir eða lækkanir, sá hluti sem við "felldan niður" fer inná ibls lánið þó svo hann hafi eignast íbúðina á milljón og við eigum enga íbúð en erum að borga af 2,5 milljónum ennþá 6 árum seinna:):) fúlt og ósanngjarnt og djööö verð ég pisst á hvernig farið er með mann alltaf hreint

petra (IP-tala skráð) 5.5.2015 kl. 16:10

25 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Kærar þakkir öll fyrir ykkar innlegg.  Þau hafa verið fróðleg þótt þau hafi stundum orsakað fleiri spurningar en þá sem ég lagði upp með.

Petra hér að undan hefur síðasta orðið og er eflaust góður talsmaður þeirra fjölskyldna/einstaklinga sem ekki fengu vernd samkvæmt ætluðum tilgangi neyðarlaga þáverandi stjórnvalda í október 2008.

Kolbrún Hilmars, 5.5.2015 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband