Þá bara endurreiknið þið lánin - aftur!

Ekki skella skuldinni á lántakana núna - heldur okkar ágætu fráfarandi norrænu velferðarríkisstjórn.
mbl.is Endurreikna þarf öll lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já nú ætti stjórnin að fara frá.  Það hlýtur að koma vantraustsyfirlýsing núna á hana frá Alþingi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.2.2012 kl. 20:39

2 Smámynd: Sólbjörg

Það vona ég svo sannarlega að það komi vantraustsyfirlýsing frá stjórnarandstöðunni- að þau hafi dug í sér og þor til þess. Stjórnin mun að auki ekki þora að segja framar að Sjálfstæðisflokkurinn megi ekki komast í stjórn, því það yrði afar pínlegt að sjá þau steyta hnefann gegn "íhaldinu" þegar fylgi Liljuflokksins er í rífandi uppgangi.

Sólbjörg, 15.2.2012 kl. 22:51

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þá ætla ég að mæta og klappa,það er víst ekki bannað,, , , , , eftir 3 ár á galeiðunni.

Helga Kristjánsdóttir, 16.2.2012 kl. 01:00

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Takk fyrir innleggin.  Þið eruð bjartsýnar hvað varðar vantraustsyfirlýsingu.  Ég hef það á tilfinningunni að stjórnarandstaðan sitji þegjandi hjá í mörgum málum til þess að leyfa velferðarstjórninni að grafa sína eigin gröf - hjálparlaust.

Verst er að á meðan á almenningur nær því engan málsvara á þingi.

Kolbrún Hilmars, 16.2.2012 kl. 17:30

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það gæti svo sem alveg verið, en hversu lengi er tækt að bíða?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.2.2012 kl. 17:52

6 Smámynd: Sólbjörg

Takk Kolbrún - þessi bjartsýni liggur í eðli okkar, ráðum ekki við það.

En stjórnarandstaðan virðist ekkert endilega vera að bíða eftir að stjórnin grafi sína gröf. Virðast ánægð með að fá að halda sig til hlés þar til kosningar verða. Skoðanakannanir sýna svo gott fylgi að þau bara bíða eftir sigrinum. En nú ætti að fara um þau því fylgi Lilju og annarra flokka getur auðveldlega hrifsað gefin sigur úr höndunum á þeim. Stjórnarandstaðan verður að standa sig, sauma að ríkisstjórninni og krefjast afsagnar þeirra. Annars er víst að þau verða ekki heldur í næstu ríkisstjórn.

Sólbjörg, 16.2.2012 kl. 17:56

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hversu lengi innbyrðis valdabarátta núverandi stjórnmálaflokka á þingi mun standa? Eflaust þangað til kjörtímabilinu lýkur!

En þá höfum við líka tækifæri til þess að hefna þeim öllum fyrir háttalagið.

Kolbrún Hilmars, 16.2.2012 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband