Að kaupa köttinn með sekknum

Það mætti segja mér að ýmsir áhugamenn um hlutabréfakaup í Högum setji fyrir sig að stjórnarformaðurinn fyrrverandi og núverandi fylgi með í kaupunum.

Þeir sem hvað jákvæðastir eru í hans garð eiga eflaust ekki margar krónur aflögu til hlutabréfakaupa.


mbl.is Hagar í Kauphöllina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mín skoðun er sú að Jóhannes Jónsson sem mikill fengur fyrir væntanlega hluthafa. Hann hefur áralanga reynslu af rekstri matvöruverslana og byggði hér upp lágvöruverslun í grimmri samkeppni við þá sem fyrir voru á markaðnum fyrir 20 árum. Það eru kannski enmitt kúnnar Bónus sem eiga einhvern afgang.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 4.2.2010 kl. 22:28

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sæl Hólmfríður og þakka þér fyrir innleggið.  Það vill nú svo til að ég er ekki sammála þér með neitt annað í þessu Hagamáli en það að JJ hefur áralanga reynslu af rekstri matvöruverslana. 

En ekki ætla ég að hnotabitast við þig um hitt - hver og einn er frjáls að sinni skoðun   

Kolbrún Hilmars, 5.2.2010 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband